Ástþór kærir kosningarnar

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Forsetakosningin var kærð á föstudaginn til Hæstaréttar af forsetaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu kosninganna.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Ástþór vill meina að atkvæði sem greidd voru utan kjörfundar áður en frambjóðendur skiluðu inn löglegu framboði með lágmarksfjölda undirskrifta séu ekki lögleg.

Hliðstæð kæra var lögð fram fyrir kosningarnar af Bjarna Bergmann, Þórólfi Dagssyni og Birni Leví Gunnarssyni en Hæstiréttur vísaði henni frá. Ástþór segir það hafa verið vegna formgalla sem hafi verið lagfærður í kærunni sem hann hafi lagt fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert