Danska ríkissjónvarpið hefur fylgst vel með gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og var að sjálfsögðu mætt á Arnarhól í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig lýðurinn ýmist hélt niðri í sér andanum eða fagnaði ákaft.
Þúsundir voru samankomnar á Arnarhóli í gær til að fylgjast með leik Íslands og Englands á 300 tommu risaskjá. Veðurguðirnir voru einstaklega miskunnsamir og hlífðu áhorfendum við skúrum eins og spáð hafði verið.