Sjöfölduðu upphæð sína á sigri Íslands

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna í leiknum í gær.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna í leiknum í gær. AFP

Erlendir veðbankar töldu mjög ólíklegt að niðurstaða leiksins í gær á milli Englands og Íslands færi á annan veg en að England myndi vinna. Meira að segja jafntefli þótti heldur ólíklegt. Þeir sem veðjuðu að Ísland myndi vinna leikinn græddu meira en sjöfalda þá upphæð sem þeir lögðu undir.

Veðbankinn Betfair setti meðal annars stuðulinn ½ á að England myndi vinna, en það þýðir að fyrir hverjar tvær krónur sem lagðar voru undir, gat spilarinn unnið eina ef úrslitin yrðu rétt. Á móti var stuðullinn fyrir sigur Íslands 13/2, en það þýðir að spilari fékk 6,5 falda upphæð til baka ef hann hafði rétt fyrir sér.

Svipaða sögu var að segja hjá öðrum veðbönkum og sagði Daily Mail meðal annars frá því að stuðullinn fyrir sigur Íslands væri 15/2, en það gat gefið þeim sem hafði rétt fyrir sér 7,5 falda upphæð til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert