Rangárþing ytra verður ljósvætt

Þykkvibær í Rangárþingi ytra.
Þykkvibær í Rangárþingi ytra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að stofna nýtt fyrirtæki, Rangárljós, til að leggja ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið hafði leitað til fjarskiptafyrirtækja á landinu en þau höfðu ekki áhuga á verkefninu. Því gripu heimamenn til þess ráðs að stofna sitt eigið félag sem verður að fullu í eigu sveitarfélagsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verkefnið fékk styrk frá ríkinu í gegnum átaksverkefnið Ísland ljóstengt og vonast er til þess að fyrstu bæirnir geti tengst því nú í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert