Taki betur á móti hælisleitendum

Börn flóttamanna að leik í Grikklandi. Myndin er úr safni.
Börn flóttamanna að leik í Grikklandi. Myndin er úr safni. AFP

Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur skorar á ríkisstjórnina að taka betur á móti hælisleitendum. Vegna óásættanlegra aðstæðna þeirra í Evrópu og víðar beri íslenskum stjórnvöldum að taka vel á móti þeim sem hingað leita og bjóða mun fleiri flóttamönnum til landsins.

Í ályktun félagsins er bent á að Reykjavíkurborg hafi lýst yfir vilja til að taka á móti fleiri flóttamönnum umfram þá tuttugu sem stjórnvöld hafa nú þegar ákveðið að fari þangað.

Stjórnvöld eigi að virða alþjóðlegar skuldbindingar er varða vernd og réttindi flóttafólks og hælisleitenda, hafa mannúð að leiðarljósi og standa vörð um mannréttindi þeirra sem hingað leita.

„Við fylgjumst af áhuga með undirbúningi leiðtogafundar um alþjóðlegt samstarf um málefni flóttamanna, sem Svíþjóð, undir forystu jafnaðarmanna ásamt forseta Bandaríkjanna, mun standa að komandi haust. Vandinn verður ekki leystur nema með sameiginlegu átaki og ábyrgð allra,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka