Ekki allir sáttir við Fossvogsbrúna

Líklega yrði brúin frá vesturenda Kársnessins yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar.
Líklega yrði brúin frá vesturenda Kársnessins yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar.

Ákveðið hef­ur verið að skipa í starfs­hóp til að sjá um gerð um­hverf­is­mats og deili­skipu­lags vegna brú­ar yfir Foss­vog á milli Reykja­vík­ur og Kópa­vogs.

Til­lög­ur um þetta voru samþykkt­ar á fund­um borg­ar­stjórn­ar og bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs í júní­mánuði, en hóp­ur­inn verður skipaður tveim­ur full­trú­um frá hvor­um aðila, auk tveim­ur frá Vega­gerðinni.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að kostnaður vegna hundrað metra langr­ar hjóla- og göngu­brú­ar er áætlaður 640 millj­ón­ir króna, með 20% álagi vegna ófyr­ir­séðra at­vika og óvissu. Eigi brú­in aft­ur á móti að spanna allt bilið, án nokk­urra upp­fyll­inga, myndi það kosta 950 millj­ón­ir króna. Dýr­asti kost­ur­inn er met­inn á 1.250 millj­ón­ir króna, en þá er gert ráð fyr­ir um­ferð stræt­is­vagna á brúnni, ásamt gang­andi veg­far­end­um og hjólandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert