Til skoðunar er hjá Strætó bs. að leyfa farþegum að ferðast með gæludýr í vögnunum, en slíkt er bannað í dag.
Margir hafa óskað eftir því að mega taka dýr með sér í strætó og því hefur vinnuhópur kannað málavöxtu.
Gerður er fyrirvari vegna astma- og ofnæmishættu og árásargirni dýra. Engin niðurstaða er komin í málið, segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.