Mátti reyna að leita annarra leiða

Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands. mbl.is/Eggert

„Mér fannst bara ekki ganga að ég, sem hafði talað svo mikið um nauðsyn mannúðar og sam­stöðu í kosn­inga­bar­átt­unni, gerði svo ekk­ert annað, sem ný­kjör­inn for­seti, en að tala um strák­ana okk­ar og hvað allt væri frá­bært og ynd­is­legt.“

Þetta sagði Guðni Th. Jó­hann­es­son, ný­kos­inn for­seti Íslands, í þætt­in­um Viku­lok­un­um á Rás 1 í há­deg­inu í dag spurður út í um­mæli sem hann lét falla í frétt á vef Vís­is fyrr í vik­unni. Þar tjáði hann sig um mál tveggja ungra hæl­is­leit­enda frá Írak sem voru dregn­ir af lög­reglu út úr Laug­ar­nes­kirkju. Sagði hann þyngra en tár­um tæki að mál þróuðust á þann veg að hæl­is­leit­end­ur fyndu sér skjól í kirkju og lag­anna verðir drægju þá síðan þaðan út.

Frétt mbl.is: Auðvelt að mála fjand­ann á vegg­inn

Hann sagðist hafa hugsað sig aðeins um áður en hann ákvað að svara spurn­ing­um um málið.

„Þessi mál verða í umræðunni áfram og sem for­seti verð ég að gæta mín. Ég vil ekki þegja en ég verð líka að sýna því skiln­ing að sjón­ar­mið veg­ast hér á. Stjórn­völd og lög­regla höfðu ákveðna af­stöðu. Þau gátu borið við að þess­ir til­teknu hæl­is­leit­end­ur hefðu komið hingað frá Nor­egi og regl­um sam­kvæmt bæri því að fara með þá þangað, þar sem þeir fengju meðferð sinna mála.

Hæl­is­leit­end­urn­ir sjálf­ir og fólkið í kring­um þá taldi víst að ís­lensk stjórn­völd ættu að leiða málið til lykta og þess vegna fór sem fór,“ sagði Guðni.

Þarna vóg­ust á ólík sjón­ar­mið.

Báðir þurfi að gefa eft­ir

„Mér fannst að það hefði mátt reyna að leita annarra leiða, en þá hefðu báðir þurft að gefa að vissu leyti eft­ir. Mun það ger­ast í framtíðinni? Kannski verður sá lær­dóm­ur dreg­inn af þessu at­viki að það eigi að reyna í lengstu lög að koma í veg fyr­ir að mál verði til lykta leidd með þess­um hætti, að hæl­is­leit­end­ur verði dregn­ir út úr kirkju,“ bætti Guðni við.

Þá þyrftu þeir í fyrsta lagi að fara ekki inn í kirkj­una og í öðru lagi þyrftu stjórn­völd að gefa þeim þá von að þeir þyrftu ekki að leita hæl­is í kirkju.

Hælisleitendurnir voru fluttir út úr Laugarneskirkju og þeim vísað úr …
Hæl­is­leit­end­urn­ir voru flutt­ir út úr Laug­ar­nes­kirkju og þeim vísað úr landi. Ljós­mynd/​Ekki fleiri brott­vís­an­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka