Ættu að fá fálkaorðuna

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi. Strákarnir koma til landsins …
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi. Strákarnir koma til landsins í dag. AFP

Þrátt fyrir grátleg úrslit í leik Íslands og Frakklands í gær eru landsmenn afar stoltir af sínu landsliði. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og þakkað liðinu, og hefur myllumerkið #TakkStrákar farið á flug á Twitter. 

Tístarar eru sammála um að landsliðið hafi verið þjóðinni til sóma, og eru sumir á því að forseti Íslands ætti að sæma liðið fálkaorðu. 

 Aðrir hugsa til ungu kynslóðarinnar, sem mun eflaust hafa aukinn áhuga á knattspyrnu eftir gott gengi liðsins. 

Með tap­inu gegn Frökk­um lauk æv­in­týri ís­lenska landsliðsins í Evr­ópu­keppn­inni, og held­ur því heim á leið í dag eft­ir frá­bæra frammistöðu, sem fáir höfðu séð fyr­ir. Mót­töku­at­höfn hef­ur verið skipu­lögð fyr­ir landsliðið á Arn­ar­hóli klukk­an 19 í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert