Þrátt fyrir grátleg úrslit í leik Íslands og Frakklands í gær eru landsmenn afar stoltir af sínu landsliði. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og þakkað liðinu, og hefur myllumerkið #TakkStrákar farið á flug á Twitter.
#Takkstrákar fyrir frábæra skemmtun. Stórkostleg upplifun, frábær árangur og einstakt ævintýri! #EMÍsland #StrakarnirOkkar
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) July 3, 2016
Ég er virkilega stoltur af liðinu, þvílíkir strákar og stuðningsmenn. Til hamingju, Ísland 🇮🇸 #EMÍsland #Takkstrákar
— Sigurdur Ingi J. (@SigurdurIngiJ) July 3, 2016
Tístarar eru sammála um að landsliðið hafi verið þjóðinni til sóma, og eru sumir á því að forseti Íslands ætti að sæma liðið fálkaorðu.
Seinasta verk Ólafs Ragnars ætti að tilnefna Fálkaorðu á landsliðið. #emisland #takkstrákar
— Sverrir Björn (@SverrirBjorn) July 3, 2016
Aðrir hugsa til ungu kynslóðarinnar, sem mun eflaust hafa aukinn áhuga á knattspyrnu eftir gott gengi liðsins.
#takkstrákar þið eruð fyrirmyndir allir sem einn. Það verður ánægjulegt að sjá öll íslensku börnin sem munu streyma á sína 1 æfingu í haust!
— Una Hildardóttir (@unaballuna) July 4, 2016
Ég ætla að gefa syni mínum takkaskó í 1 árs afmælisgjöf og öll afmæli þar eftir þar til hann verður fertugur #takkstrákar #emísland
— Ágúst Ingi Sævarsson (@GustiKel) July 3, 2016
Með tapinu gegn Frökkum lauk ævintýri íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni, og heldur því heim á leið í dag eftir frábæra frammistöðu, sem fáir höfðu séð fyrir. Móttökuathöfn hefur verið skipulögð fyrir landsliðið á Arnarhóli klukkan 19 í kvöld.
Takk kærlega @Eidur22Official fyrir allt þitt í bráð og lengd. Þú ert magnaður og þinn ferill allur #EMÍsland #takkstrákar
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) July 3, 2016
Er alveg bara eðlilegt að vera með kökk í hálsinum og ást í hjartanu við að lesa fréttamiðla í dag? #emísland #takkstrákar
— Lovisa Arnadottir (@lovisaarna) July 4, 2016
Hágrét þrisvar vegna stolts. Ekki hægt að verðleggja svona upplifun, mun aldrei gleyma þessum leik #takkstrakar @OmmiKristins
— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) July 3, 2016