Tveir sérfræðingar Náttúrustofu Norðausturlands, Yann Kolbeinsson og Þorkell L. Þórarinsson, eru meðal höfunda nýrrar rannsóknar á farháttum og vetrarstöðvum stuttnefja í Norður-Atlantshafi.
Rannsóknin er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni og birtust niðurstöður hennar í tímaritinu Biological Conservation nýlega.
Þær eru m.a. að þeir stofnar stuttnefju sem hafa vetursetu í Kanada eru stöðugir en stofnarnir á Svalbarða og Íslandi hafa minnkað töluvert, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.