Owen Wilson er á Íslandi

Það fyrsta sem Owen Wilson gerði þegar hann kom til …
Það fyrsta sem Owen Wilson gerði þegar hann kom til landsins var að fá sér Joe and the Juice á Keflavíkurflugvelli hjá Róberti Frey sem tók mynd af þeim saman. Ljósmynd/Róbert Freyr

Bandaríski stórleikarinn Owen Wilson er staddur á Íslandi þessa dagana. Samkvæmt heimildum mbl.is eru foreldrar hans staddir á landinu og ætlar hann að sameinast þeim á ferðalaginu.

Róbert Freyr, starfsmður Joe and the Juice, deildi mynd af sér með Wilson á Keflavíkurflugvelli sem var tekin snemma í morgun. Var Owen ansi frjálslega til fara, með derhúfu og bakpoka.

Góðvinur Wilsons, Ben Stiller, hefur verið mikið á Íslandi en kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp að miklu leyti hér á landi. Stiller heimsótti Ísland í sumar og fór meðal annars út í Drangey í Skagafirði.

Frétt mbl.is: Ben Stiller heimsótti Drangey

Þeir Wilson og Stiller hafa leikið saman í ófáum myndunum, m.a. Zoolander eitt og tvö, Night at the Museum-myndunum, Starsky & Hutch að ógleymdum Meet the Parents-myndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert