Hefði mátt undirbúa aðgerðirnar betur

Mennirnir fluttir út úr kirkjunni.
Mennirnir fluttir út úr kirkjunni. Ljósmynd/Ekki fleiri brottvísanir

„Aðgerðunum í Laugarneskirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tekur hún fram að aðgerðunum í Laugarneskirkju, þar sem kirkjan lét sig varða mál hælisleitenda í liðinni viku, hafi ekki verið beint gegn lögreglu, stjórnvöldum eða öðru samstarfsfólki kirkjunnar á nokkurn hátt. Lögreglan hafi verið látin vita fyrirfram en undirbúa hefði mátt aðgerðir betur.

Agnes vísar einnig til kirkjugriða í nágrannalöndunum, til dæmis Noregi, þar sem kirkjan beitir sér í þágu hælisleitenda á sambærilegan máta og Laugarneskirkja hafi látið reyna á í liðinni viku. Þá hafi málefni hælisleitenda einnig verið á dagskrá þjóðkirkjunnar undanfarin ár, segir hún í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert