„Það er stór hópur fólks sem er ekki einungis áhyggjufullt heldur sofum við ekki á nóttunni fyrir þessu,“ segir Elísabet Margrét Jónasdóttir, sauðfjárbóndi á Bæ II í Staðardal.
Hún telur að nýliðar í greininni, þeir sem hafa nýlega hafið búskap eða eru að kaupa jarðir í þessum rituðu orðum, hafi gleymst í umræðunni um búvörusamninginn.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Elísabet Margrét að fljótfær vinnubrögð við samningsgerð búvörusamningsins hafi leitt til þess að ungir bændur hafi hreinlega gleymst. Þessari gagnrýni hafi verið komið til skila til forystu Bændasamtakanna en ekki hafi verið brugðist við.