Segir Íslendinga skammast sín

Daniel Carlsen, formaður og stofnandi Danskernes Parti, gekk úr danska …
Daniel Carlsen, formaður og stofnandi Danskernes Parti, gekk úr danska nýnasistaflokknum DSNB þar sem honum þótti hann frekar söguleg eining en pólitískt afl. Skjáskot/ Facebook

Daniel Carlsen, formaður og stofn­andi þjóðern­is­hyggju­flokks­ins Dansker­nes Parti, seg­ir Íslend­inga skamm­ast sín fyr­ir að ís­lenska landsliðið sé „ís­lenskt“.

Carlsen birti mynd­band með þeim skila­boðum á föstu­dag í kjöl­far mik­ill­ar reiði vegna mynd­birt­ing­ar flokks­ins á Face­book, þar sem svart­ur húðlit­ur leik­manna í franska landsliðinu var sett­ur upp sem nei­kvæður og „óevr­ópsk­ur“ og mynd af Aroni Ein­ar Gunn­ars­syni, fyr­irliða ís­lenska landsliðsins, var birt á móti sem dæmi um hið „rétta“ út­lit Evr­ópu­manna.

Gaf flokk­ur­inn í skyn að svart­ir leik­menn ættu hreint ekki heima á Evr­ópu­mót­inu held­ur á móti Afr­íkuþjóða. Flokk­ur­inn tel­ur að hvorki það að vera fædd­ur og upp­al­inn í Frakklandi eða að hafa fransk­an rík­is­borg­ara­rétt geri mann fransk­an, nema maður sé „af vest­ræn­um upp­runa“.

KSÍ gaf út yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem það harmaði hat­urs­kennd­an áróður flokks­ins. Fór KSÍ fram á að mynd­birt­ing­unni yrði taf­ar­laust hætt og hvatti al­menn­ing til að til­kynna birt­ing­una á Face­book.  Í viðtali við mbl.is sagðist Aron Ein­ar óánægður með mynd­birt­ing­una og að hvorki hann né ís­lenskt þjóðfé­lag myndi líða hana.

Frétt­ir mbl.is:

KSÍ harm­ar hat­urs­kennd­an áróður

„Þetta líðum við ekki sem þjóðfé­lag“

Vill að KSÍ biðjist af­sök­un­ar

Carlsen seg­ir Dansker­nes Parti ein­fald­lega vera að hylla ís­lenska landsliðið fyr­ir það að vera „ís­lenskt“ og seg­ir viðbrögðin ótrú­leg.

„Ég er sorg­mædd­ur ykk­ar vegna. Ég er sorg­mædd­ur yfir því að þið séuð með knatt­spyrnu­sam­band sem hreint út sagt skamm­ast sín fyr­ir að vera Íslend­ing­ar. En vitið þið hvað? Í Dansker­nes Parti hyll­um við ykk­ur fyr­ir að vera Íslend­ing­ar. Við hyll­um ykk­ur og lít­um á það sem fyr­ir­mynd að hafa land eins og ykk­ar þar sem eru raun­veru­lega Íslend­ing­ar,“ seg­ir Carlsen í mynd­skeiðinu.

Hann seg­ir Íslend­inga hafa verið eina af fáum þjóðum sem áttu „raun­veru­lega evr­ópskt“ lið á Evr­ópu­móti karla í knatt­spyrnu og að það sé mik­il­vægt.

Myndinni af Aroni Einari var stillt upp við hlið myndar …
Mynd­inni af Aroni Ein­ari var stillt upp við hlið mynd­ar af nokkr­um leik­mönn­um franska liðsins. Skjá­skot/ Face­book

„Við knatt­spyrnu­sam­bandið hef ég eitt að segja. Þið hafið kallað okk­ur hat­urs­full. Þið hafið atað þjóð ykk­ar auri fyr­ir það að vera Íslend­ing­ar. En þrátt fyr­ir það erum við vilj­ug til að eiga sam­tal við ykk­ur. Þið viljið svo gjarn­an að þessi mynd sé fjar­lægð svo ef þið byrjið á að biðja ykk­ar eigið fólk af­sök­un­ar á því að hafa tekið af­stöðu gegn því erum við vilj­ug til að hefja sam­tal við ykk­ur um að fjar­lægja þessa færslu.“

Má þess geta að flokk­ur­inn hef­ur nú hafið sölu á stutterma­bol­um með mynd af ís­lenska fán­an­um yfir Íslandi þar sem á stend­ur upp á ensku „Hvít­ur vík­inga­fót­bolti“.

Nei­kvæð at­hygli ýtir und­ir und­ir­skrifta­söfn­un

Þess ber að geta að sú gríðarlega nei­kvæða at­hygli sem beind­ist að flokkn­um í kjöl­far fyrstu færsl­unn­ar hef­ur ekki haft þau áhrif sem flest­ir hefðu kosið. Face­book tel­ur hana ekki brjóta gegn regl­um sín­um, svo hún er enn uppi, og at­hygl­in hafði í för með sér mikla dreif­ingu.

Í sam­tali við BT á fimmtu­dag sagði Carlsen að 400 manns hafi veitt flokkn­um und­ir­skrift sína dag­inn sem færsl­an var birt. Á venju­leg­um degi safn­ist 30 til 40 und­ir­skrift­ir og flokk­ur­inn hafi nú fengið yfir 13.000 þúsund. Flokk­ur­inn þarf 20 þúsund und­ir­skrift­ir til að mega bjóða fram til danska þings­ins.

Flokk­ur­inn var stofnaður árið 2011 af Carlsen sem þá var 22 ára gam­all. Hann var áður einn af helstu forkólf­um nýnas­ista­flokks­ins DNSB. Hann hef­ur margsinn­is haft uppi um­mæli um að hel­för­in hafi ekki átt sér stað með þeim hætti sem sögu­bæk­ur segja til um og að þar fari áróður Banda­ríkja­manna og komm­ún­ista.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert