Vill opna salerni í miðborg Reykjavíkur

Búið er að opna salerni að Vesturgötu 7.
Búið er að opna salerni að Vesturgötu 7. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækið Bergrisi ehf. hef­ur verið í viðræðum við Reykja­vík­ur­borg síðustu 6 til 8 mánuði um að fá að opna nokk­ur al­menn­ings­sal­erni sem hafa staðið auð í þó nokk­urn tíma í miðborg­inni.

Það fyrsta hef­ur þegar verið opnað á Vest­ur­götu 7. Einn starfsmaður verður við störf á hverju sal­erni fyr­ir sig.

„Reykja­vík­ur­borg tek­ur já­kvætt í þetta en stjórn­sýsl­an er þannig að það tek­ur tíma að fá þetta samþykkt,“ seg­ir Guðlaug­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Bergrisa.

Ger­ir þarf­ir sín­ar úti í garði

„Það er gríðarleg vönt­un á þessu eins og komið hef­ur margoft fram í fjöl­miðlum. Þeir sem búa í Vest­ur­bæn­um hafa óskað okk­ur til ham­ingju með sal­ernið á Vest­ur­götu. Einn sagði: „Frá­bært, þá hætti ég kannski að sjá fólk úti í garði hjá mér að gera þarf­ir sín­ar.“

Frétt mbl.is: Tek­ist á um sal­erni á Alþingi

40 kló­sett­skál­ar 

Guðlaug­ur seg­ir að staðirn­ir sem um ræðir séu sex til sjö og kló­sett­skál­arn­ar um 40 tals­ins. Eitt sal­ernið er á Núll­inu í Banka­stræti, annað í bíla­stæðahús­inu á reit gamla Stjörnu­bíós að Lauga­vegi 68 og það þriðja í stræt­is­vagnamiðstöðinni í Mjódd­inni en sal­ernið þar hef­ur verið lokað í 4 til 5 ár, að sögn Guðlaugs.  

„Reykja­vík­ur­borg vildi loka þess­um stöðum fyr­ir ein­hverj­um árum því það var svo mik­ill kostnaður við að halda þeim gang­andi en núna er þetta nauðsynja­vara.“

Sal­ern­in á Hlemmi opnuð

Sjáv­ar­klass­inn hef­ur áður ákveðið að opna sal­ern­in á Hlemmi á nýj­an leik og þar verður búnaður frá Bergrisa en fyr­ir­tækið fram­leiðir ým­iss kon­ar sjálfsala fyr­ir gjald­töku.

Guðlaug­ur seg­ist geta opnað sal­ern­in með hraði, um leið og leyfi fæst hjá Reykja­vík­ur­borg. „Stærsti mánuður ferðamanns­ins er í júlí. Ég get opnað Núllið í Banka­stræti eft­ir viku ef ég fæ það af­hent á morg­un, því það er allt til alls þarna,“ grein­ir hann frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert