Biðst afsökunar á „klaufalegu orðalagi“

Ari Edwald, forstjóri MS.
Ari Edwald, forstjóri MS. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, hef­ur beðist vel­v­irðing­ar á „klaufa­legu orðalagi“, þar sem hann gaf í skyn að neyt­end­ur myndu á end­an­um borga sekt­ina sem Sam­keppnis­eft­ir­litið lagði á MS.

„Neyt­end­ur munu ekki bera mögu­lega sekt­ar­greiðslu MS. Umræða um sekt er held­ur ekki tíma­bær þar sem mál­inu er ekki lokið og fer nú til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála,“ seg­ir Ari í til­kynn­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum rétt í þessu.

Þar seg­ir hann að hjá MS geri menn sér sterk­ar von­ir um að end­an­leg niðurstaða muni ekki fela í sér viður­lög fyr­ir fyr­ir­tækið.

Ari seg­ir einnig að vegna þess að ákv­arðanir um verð á helstu mjólk­ur­vör­um í heild­sölu og lág­marks­verð til bænda séu tekn­ar af op­in­berri verðlags­nefnd, hafi MS enga hags­muni eða getu til að mis­nota þá stöðu sem fé­lagið sé í.

„Þvert á móti eru það hags­mun­ir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyr­ir­tækja skili ár­angri,“ seg­ir Ari.

Til­kynn­ing­in í heild:

Vegna umræðu um end­ur­tekna ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins (SE) tengda Mjólk­ur­sam­söl­unni ehf. (MS) og meint brot fyr­ir­tæk­is­ins á ár­un­um 2008 til 2013, tel ég rétt að árétta nokk­ur atriði.

Fyrst af öllu vil ég biðja alla vel­v­irðing­ar á klaufa­legu orðalagi mínu, þar sem ég gaf í skyn að neyt­end­ur myndu á end­an­um borga þá sekt sem SE hef­ur ákveðið að MS skuli greiða. Neyt­end­ur munu ekki bera mögu­lega sekt­ar­greiðslu MS. Umræða um sekt er held­ur ekki tíma­bær þar sem mál­inu er ekki lokið og fer nú til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála. MS ger­ir sér sterk­ar von­ir um að end­an­leg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viður­lög fyr­ir MS. Stjórn­end­ur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í sam­ræmi við lög og regl­ur. MS hef­ur enda aldrei sætt niður­stöðu um að hafa brotið sam­keppn­is­regl­ur, hvorki af hálfu stjórn­valda né dóm­stóla.

Ákvarðanir um verð á helstu mjólk­ur­vör­um í heild­sölu og lág­marks­verð til bænda eru tekn­ar af op­in­berri verðlags­nefnd. Þar á meðal eru verðákv­arðanir á öll­um hrá­efn­um sem seld eru sam­keppn­isaðilum MS og öðrum mat­væla­fram­leiðend­um. Við ákv­arðana­töku styðst verðlags­nefnd meðal ann­ars við kostnaðarþróun í rekstri kúa­búa og afurðastöðva. MS hef­ur því ekki nokkra hags­muni eða getu til að mis­nota þá stöðu sem fé­lagið er í. Þvert á móti eru það hags­mun­ir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyr­ir­tækja skili ár­angri.

Skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar frá síðasta ári og fleiri rann­sókn­ir staðfesta, að sú um­gjörð sem mjólk­ur­fram­leiðsla hef­ur búið við á und­an­förn­um árum hef­ur leitt til mik­ill­ar hagræðing­ar í grein­inni. Sú hagræðing hef­ur síðan skilað sér til neyt­enda í lækkuðu vöru­verði, sem nem­ur millj­örðum króna ár­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert