Neyðarbraut breytt í flugvélastæði

Þristurinn og fleiri flugvélar nota nú neyðarbrautina sem flugstæði.
Þristurinn og fleiri flugvélar nota nú neyðarbrautina sem flugstæði. mbl.is/RAX

Isavia hefur lokað flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, neyðarbrautinni svokölluðu. Um þessa braut hefur verið hart deilt undanfarin misseri.

Isavia hyggst breyta merkingum flugbrautarinnar og til stendur að hún verði nýtt sem akbraut að hluta og sem stæði fyrir flugför sem hafa hér tímabundna viðkomu.

Jafnframt er hafinn undirbúningur að uppsetningu aðflugsljósa við vesturenda austur/vestur flugbrautar vallarins í samræmi við samkomulag sem ríki og Reykjavíkurborg gerðu í október 2013.Loks verður hafinn undirbúningur að því að fella tré í Öskjuhlíð en þau hafa haft truflandi áhrif á flugstarfsemi á vellinum, að því er fram kemur í umfjöllun um Reykjavíkurflugvöll í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert