Getur verið meira en fullt starf

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi.
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst líta þannig á að það að vera borgarfulltrúi í Reykjavík sé fullt starf.

„Ég lít á starf borgarfulltrúa sem fullt starf. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Ég er formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Formenn ráða fá sérstaklega greitt fyrir formennskuna og því fæ ég sérstaka þóknun fyrir formennsku í ráðinu. Það að vera formaður umhverfis- og skipulagsráðs er mikið starf og því fylgir mikil ábyrgð, þannig að ég tel að ég sé í meira en fullu starfi,“ segir Hjálmar í Morgunblaðinu í dag.

Hjálmar telur að þegar og ef borgarfulltrúum verði fjölgað, eða úr 15 í 23, sem nýju lögin geri ráð fyrir, hljóti að koma til endurskoðunar á kjörum borgarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert