Óttast lögbrot með afhendingu gagna

Samkeppniseftirlitið hefur sent Kaffitári bréf þar sem stofnunin lýsir áhyggjum af þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að Isavia beri að afhenda Kaffitári upplýsingar varðandi útboð á verslunarrými í Leifsstöð.

Útboðið fór fram árið 2014 og þar urðu samkeppnisaðilar Kaffitárs hlutskarpari en fyrirtækið sem fram að þeim tíma hafði rekið kaffihús í flughöfninni.

Telur Samkeppniseftirlitið að afhending gagnanna kunni að brjóta í bága við samkeppnislög og „að minnsta kosti raska samkeppni“ eins og það er orðað í niðurlagi bréfsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun aðför verða gerð að gögnunum hjá sýslumanni á morgun, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert