„Aldrei kynnst svona framkomu“

Frá uppbyggingu kísilversins í Helguvík.
Frá uppbyggingu kísilversins í Helguvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi

„Við lögðum niður störf á hádegi í gær vegna vanefnda af hálfu verkkaupa okkar, United Silicon,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV. Fyrirtækið byggir kísilver United silicon í Helguvík. Sigurður segir vanefndirnar slaga í 1.000 milljónir króna í heild.

Sjá frétt mbl.is: ÍAV hætti við að leggja niður störf

Sigurður R Ragnarsson, forstjóri ÍAV.
Sigurður R Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

„Við leggjum niður störf. Það er ljóst að við getum ekki haldið áfram störfum ef við fáum ekki borgað,“ segir Sigurður.

Aðspurður hvaða ástæður United Silicon hafi gefið fyrirtækinu segir Sigurður: „Þeir finna sér til alls kyns furðulegar ástæður en ég held samt innst inni að þeir eigi ekki fyrir þessu og það sé þeirra vandamál.

Við höfum verið í verktakabransanum í áratugi og höfum aldrei kynnst svona framkomu. Aldrei.“

Sigurður segir málaferli vera í vændum. „Það verða málaferli. Við erum að pakka saman núna og taka saman okkar hafurtask.“

Að sögn Sigurðar var verkinu af hálfu ÍAV nærri lokið en nokkrir tugir starfsmanna ÍAV voru enn að verki í gær þar til þeir lögðu niður störf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka