Sýnir kannski hvað öryggisgæslan á EM var góð

Blóm lögð í nágrenni árásarstaðarins við strandgötuna í Nice,í minningu …
Blóm lögð í nágrenni árásarstaðarins við strandgötuna í Nice,í minningu fórnarlamba árásarinnar sem var 84 að bana. AFP

Heimir Hallgrímsson, sem var landsliðsþjálfari íslenska landsins á EM í Frakklandi ásamt Lars Lagerbäck, segir hryðjuverkaárásina í gærkvöldi vera mikinn sorgaratburð. „Síðan er það hitt, þetta sýnir kannski líka hvað öryggisgæslan í Nice var góð meðan á Evrópumeistarakeppninni stóð.“  „Við erum búnir að hrósa Frökkum fyrir það áður.“

Íslenska landsliðið keppti við Englendinga í 16 liða úrslitunum á Stade de Nice-leikvanginum í Nice í lok síðasta mánaðar og gisti landsliðið nóttina fyrir leik á Radisson Bleu-hóteli við strandgötuna, ekki langt frá þar sem árásin var gerð.

Heimir segir Nice fallega borg og liðsmenn hafi notið þess að ganga um strandgötuna. „Þetta var yndisleg borg, róleg og góð og þess vegna er þetta enn meira áfall. Það er auðvitað sjokk að hafa verið þarna fyrir svona stuttu.“

Hann segir landsliðið votta öllum Frökkum virðingu og samúð vegna árásarinnar. „Það er líka leiðinlegt, af því að þessi keppni fór svo vel fram, að það skyldi bera þennan skugga á hana svona fljótt á eftir. En það er víst ekkert hægt að stoppa svona lagað.“

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir áfallið enn meira þar sem Nice …
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir áfallið enn meira þar sem Nice sé einkar róleg borg. Mbl.is/ Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert