Heilbrigðismálin í forgang

Bjarni Benediktsson ræktar garð sinn.
Bjarni Benediktsson ræktar garð sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn muni forgangsraða stefnumálum sínum á næsta kjörtímabili, þar sem stóraukin áhersla verði lögð á bætta samfélagsþjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum.

Bjarni kveðst í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag, deila þeirri tilfinningu með stórum hluta fólksins í landinu að það sé víða pottur brotinn í opinberri þjónustu og nota beri góðærið til þess að bæta þar úr.

Bjarni nefnir sem dæmi að 20% sjúklinga treysti sér ekki til að leita heilbrigðisþjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu og langir biðlistar hafi myndast eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum eins og hjartaþræðingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert