Ekki flaggað á vögnum Strætó

Engar festingar eða statíf eru fyrir fána á vöngum Strætó …
Engar festingar eða statíf eru fyrir fána á vöngum Strætó bs. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir það ekki vera forgangsverkefni hjá fyrirtækinu að setja upp flaggstangir á nýja vagna Strætó.

Fyrirspurn kom nýverið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði Reykjavíkur hvort ekki væri ástæða til þess að taka upp þann sið að vagnar Strætó flaggi á hátíðardögum.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes að þetta sé einfaldlega of kostnaðarsamt. Gróflega áætlað myndi uppsetning og kaup á flaggstöngum, fánum og festingum kosta um 7 milljónir króna, en engir nýju vagnanna hjá Stætó eru með slíkar flaggstangir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert