Valsmenn selja tvær lóðir við Hlíðarenda

Hlíðarendasvæðið, Reykjavíkurflugvöllur í baksýn.
Hlíðarendasvæðið, Reykjavíkurflugvöllur í baksýn. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Valsmenn hafa selt tvær af átta lóðum á Hlíðarenda sem ætlaðar eru undir íbúabyggð og atvinnustarfsemi. Áætlað er að um 600 íbúðir rísi þar.

Afrakstur sölunnar verður nýttur til byggingar íþróttamannvirkja Vals. Meðal annars verður nýtt knatthús reist við hlið aðalvallarins, en með hagnaði af sölu lóðanna mun Valur geta fullfjármagnað húsið.

Í umfjöllun um sölu þessa í Morgunblaðinu í dag segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., að byggingarfélög og fjárfestar hafi sýnt lóðunum mikinn áhuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert