Einkasjúkrahús og hótel fyrir 54 milljarða

Að baki verkefninu er spænski hjartalæknirinn Pedro Brugada.
Að baki verkefninu er spænski hjartalæknirinn Pedro Brugada. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mos­fells­bær hef­ur nú bæst í hóp sveit­ar­fé­laga sem fé­lagið MCPB ehf. hef­ur form­lega til skoðunar sem staðsetn­ingu fyr­ir nýtt einka­sjúkra­hús og hót­el. MCPB er í eigu hol­lenska fé­lags­ins Burbanks Capital.

Kostnaður við verk­efnið er áætlaður um 400 millj­ón­ir evra, eða um 54 millj­arðar ís­lenskra króna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Að sögn Gunn­ars Ármanns­son­ar, lækn­is og stjórn­ar­manns í MCPB, standa viðræður yfir við nokk­ur sveit­ar­fé­lög en form­legt er­indi hafði áður verið sent Kópa­vogi og Garðabæ og verið samþykkt að hefja viðræður. Gunn­ar ger­ir ráð fyr­ir að málið verði tekið upp á fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert