MAST varar við tínslu á skel

Kræklingur, öðru nafni bláskel.
Kræklingur, öðru nafni bláskel. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Matvælastofnun varar við tínslu á krækling (bláskel) og öðrum skeltegundum við landið, þar sem Alexandrium- og Dinophysis þörungar hafa greinst undanfarið í sjósýnum úr Hvalfirði, Breiðafirði, Mjóafirði og Steingrímsfirði.

Í tilkynningu segir að útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið sé ekki þekkt.

„Sú þumalfingurregla sem þekkt er, að ekki skuli tína skel til neyslu í mánaðarheitum sem eru ekki með "r" er því í fullu gildi.“

Fram kemur á vef MAST að Alexandrium þörungar geta valdið PSP eitrun og Dinophysis þörungar DSP eitrun. Nánari upplýsingar um einkenni má finna hér.

„Tekið skal fram að kræklingur sem fer á markað sætir ströngu eftirliti og fer ekki á markað fyrr en sýnt hefur verið fram á að magn þörungaeiturs sé innan þeirra marka sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningu MAST.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert