Hittast aftur vegna Þjóðhátíðar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. mbl.is/Árni Sæberg

„Öllum sem að þessum málum koma gengur gott eitt til. Þótt þau kunni að deila um leiðir þá hafa þau sömu markmið,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar sem hitti Unnstein Manúel Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefsson í gær. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum var einnig viðstödd.

„Ég vil nú ekki kalla þetta fund, það var ekki haldin nein fundargerð eða fundardagskrá. Við hins vegar ræddum þessi sameiginlegu áhugamál okkar um það hvernig við best getum staðið að umræðu um þá þjóðfélagsvömm sem kynferðisafbrot eru. Við ræddum um hvernig við getum bætt verklag okkar í kringum þjóðhátíð og umræðuna þar að lútandi en ég vil ekki fara með neitt sem okkur fór á milli beint, því þessi hittingur var ekki til þess gerður,“ segir Elliði.

Elliði mun aftur hitta Unnstein síðar í dag. „Við ætlum að hittast aftur í dag og reyna að taka markviss skref til þess að sameina en ekki sundra. Við viljum standa sameiginlega í baráttunni gegn þeim viðbjóðslegu glæpum sem kynferðisofbeldi er,“ segir Elliði.

Unnsteinn Manúel.
Unnsteinn Manúel. Saga Sig
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert