Skiltið „Örnamaðurinn“, sem ætlað er að benda ferðamönnum á að ganga ekki örna sinna á tilteknu svæði, er gert af einkaaðilum fyrir einkaaðila.
Útlit skiltisins minnir um margt á þau sem eru á vegum ríkisins, rauður hringur á gulum grunni með striki í gegn.
Í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Erlendsson, framkvæmdastjóri stoðsviðs hjá Vegagerðinni, að ekkert sé út á útlit skiltisins að setja.