Sveitirnar spila á Þjóðhátíð

Retro Stefson munu leika á Þjóðhátíð eftir allt saman.
Retro Stefson munu leika á Þjóðhátíð eftir allt saman. Eggert Jóhannesson

Hljóm­sveit­irn­ar Ag­ent Fresco, Dikta, Emm­sjé Gauti, GKR, Retro Stef­son, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur munu koma fram á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um í ár. Sú niðurstaða fékkst eft­ir fund tón­list­ar­mann­anna Unn­steins Manú­els Stef­áns­son­ar og Emm­sjé Gauta, Elliða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um og aðila úr þjóðhátíðar­nefnd.

Í til­kynn­ingu sem þau sendu frá sér er þess kraf­ist að lög­reglu­um­dæm­in sam­ræmi upp­lýs­inga­gjöf hvað kyn­ferðis­brot varðar með það að leiðarljósi að skila skömm­inni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.

Á fund­in­um hafi farið fram hrein­skil­in umræða með það að markiði að setja niður deil­ur og snúa bök­um sam­an. Ákveðið hafi verið að grípa til bæði tákn­rænna og raun­veru­legra aðgerða til að stemma stigu við nauðgun­um á úti­hátíðum.

Aðstand­end­ur Þjóðhátíðar ætla nú í sam­vinnu við bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um að efna til átaks til að vekja þjóðhátíðargesti til vit­und­ar um al­var­leika kyn­ferðis­brota. Þjóðhátíðar­nefnd mun skipa starfs­hóp sem marka mun stefnu til næstu fimm ára um hvernig standa megi enn bet­ur að for­vörn­um gegn kyn­ferðis­brot­um á hátíðinni.

Þá munu lista­menn, björg­un­ar­sveit­ir og aðrir gæsluaðilar á hátíðinni taka þátt í tákn­rænni at­höfn vegna fyrr­nefnds átaks á föstu­dags­kvöld­inu á hátíðinni og með því marka nýtt upp­haf og von­andi eina skemmti­leg­ustu og best heppnuðu Þjóðhátíð frá upp­hafi, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert