Telja áhrif Pokémon jákvæð

Margir sem hreyfa sig lítið, fara nú í reglulegar gönguferðir …
Margir sem hreyfa sig lítið, fara nú í reglulegar gönguferðir til að veiða pokémona. AFP

For­eldr­ar ein­hverfra barna á Íslandi hafa þegar orðið var­ir við að Pokémon Go hvetji þau börn sem spila leik­inn til að vera meira úti við, seg­ir Lauf­ey I. Gunn­ars­dótt­ir ein­hverf­uráðgjafi. Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa und­an­farið greint frá því að farsíma­leik­ur­inn Pokémon Go hafi já­kvæð áhrif á ein­hverfa.

Lauf­ey sendi út fyr­ir­spurn á ís­lenska Face­book hópa fyr­ir ein­hverfa og seg­ir hún viðbrögðin benda til þess að  for­eldra þeirra ein­hverfu barna sem spila Pokémon Go, telji áhrif­in vera já­kvæð. Hún hef­ir þó einnig heyrt af börn­um sem sýna leikn­um eng­an áhuga. 

„Síðan eru aðrir sem vilja ekki prófa leik­inn af því að þeir eru  meðvitaðir um eig­in þrá­hyggj­ur og ótt­ast að fest­ast í hon­um,“ seg­ir Lauf­ey og bæt­ir við að slíkt eigi þó ekki bara við um ein­hverfa. Aðrir geti líka fest sig í leikn­um.

Fólk yf­ir­leitt til í að spjalla um pokémon­ana sína

„Þeir sem eru á ein­hverfurófi og spila leik­inn eru hugs­an­lega að fara meira út en áður, þannig að þeir fá þá meiri hreyf­ingu,“ seg­ir Lauf­ey. Börn sem hafi áður setið föst við tölv­una, óháð öll­um grein­ing­um, fá­ist nú til að fara út.

Hún nefn­ir sem dæmi  móður ein­hverfs drengs, sem er líka ein­hverf sjálf. Hún hafi greint frá því að þau mæðgin fari nú tvisvar á dag í göngu­túra og son­ur henn­ar, sem hafi þá venju að heilsa fólki hvort sem hann þekki það eða ekki, spyrji nú þá sem hann mæt­ir með farsíma á lofti hvort þeir séu að spila Pokémon. „Oft­ast er fólk til­búið að spjalla við hann um pokémon­ana sína og stund­um get­ur hann sagt fólki eitt­hvað sem það kann ekki.“ Strák­ur­inn sé bú­inn að liggja yfir Pokémon á YouTu­be og sé orðin nokkuð fróður.

„Móðir hans tel­ur þetta vera góða æf­ingu fyr­ir hann í fé­lags­færni, en nefn­ir þó að þau þurfi að passa sig á þrá­hyggj­unni -  að fara ekki of oft út að leita.“

Skólastúlkur í Japan spila hér Pokémon Go. Foreldrar einhverfra íslenskra …
Skóla­stúlk­ur í Jap­an spila hér Pokémon Go. For­eldr­ar ein­hverfra ís­lenskra barna hafa orðið vör við að leik­ur­inn opni á sam­skipti barna þeirra við jafn­aldra sína. AFP

Geta spjallað sam­an um leik­inn

Lauf­ey seg­ist hafa fengið fjöl­mörg sam­bæri­leg svör. Ein hafi sagt sögu af ein­hverf­um dreng sem hún þekki sem áður hafi verið erfitt að fá til að fara út, en nú sé hann mikið úti við að leika sér með Pokémon. „Þá spil­ar frænka hans líka Pokémon og þau geta því spjallað um leik­inn.“  

Sömu­leiðis hafi önn­ur kona greint frá því að son­ur henn­ar á ung­lings­aldri, sem er  greind­ur með Asp­er­ger, hafi  farið í fjall­göngu til að finna pokémon, þrátt fyr­ir að vera venju­lega ekki æst­ur í að vera úti.

„Eitt af vanda­mál­un­um við ein­hverfa krakka og ung­linga er að þeim hætt­ir til kyrr­setu og að vera föst í tölvu­leikj­um,“ seg­ir Lauf­ey. Vand­an sé vissu­lega að finna hjá á öðrum börn­um líka, en sér­stak­lega hjá ein­hverf­um börn­um þar sem að þau hafa oft ekki áhuga á íþrótt­um eða hóp­leikj­um. „Þannig að það verður spenn­andi þegar maður fer að vinna í haust, að heyra hvernig for­eldr­ar og krakk­arn­ir sjálf­ir upp­lifa þetta,“ seg­ir Lauf­ey sem m.a. sér um að greina ein­hverfu.

Er­lend­ir sér­fræðing­ar hafa bent á að áhuga­svið ein­hverfra barna séu oft nokkuð sér­hæfð og ekki alltaf lík­leg til að vekja áhuga jafn­aldra þeirra. Pokémon Go veiti ein­hverf­um börn­um hins veg­ar mögu­leika að spjalla við aðra krakka um áhuga­mál sem þau deil­ir.

Lauf­ey sam­sinn­ir þessu og seg­ir gátt virðast opn­ast þarna á milli. Auk dæm­anna hér að ofan nefni móðir 10 ára ein­hverfs drengs að hann fái nú færi á að tengj­ast öðrum krökk­um á nýj­an hátt, þar sem hann þekki um­tals­efnið. „Hann á þó líka erfitt með að skilja það þegar netþjónn­inn virk­ar ekki, sem kem­ur inn á þrá­hyggj­una og það er svo sem ágæt­is kennslu­stund í mót­læti.“

„Þannig að þetta virðist því hafa góð áhrif á fé­lags­færni og hreyf­ingu hjá þeim sem spila leik­inn,“ seg­ir Lauf­ey.

Frá Pikachu-hátíð sem haldin er í Yokohama-hverfinu í Tokýo.
Frá Pikachu-hátíð sem hald­in er í Yo­kohama-hverf­inu í Tokýo. AFP

Brú­ar kyn­slóðabilið

„Fólk hef­ur þó líka nefnt að það vilji ekki leyfa ung­um börn­um að spila leik­in ein, enda hef­ur verið bent á að at­hygli leik­manna á um­hverfi sínu er tak­mörkuð, en það á nú kannski ekki bara að við um börn með grein­ingu.“ 

Aðrir hafa nefnt að leik­ur­inn sé góð leið til að sam­eina kyn­slóðirn­ar, óháð öll­um grein­in­um, og nefn­ir Lauf­ey í því sam­bandi að upp­komn­ir syn­ir sín­ir sem spila leik­inn, fái nú beiðnir frá ung­um frænd­um um að fara með þá út að leita.

„Ein kona sagði frá­bært að leik­ur­inn sam­einaði full­orðna og börn. Hún sagði að syn­ir sín­ir, 10 og 18 ára, og pabbi þeirra spiluðu all­ir leik­in, sem síðan spjalla um og sýna pokémon­ana.“

Pokémon Go virðist hafa fangað hug bæði barna og fullorðinna.
Pokémon Go virðist hafa fangað hug bæði barna og full­orðinna. AFP

Kvíðir því að fara út, en spil­ar samt Pokémon

Lauf­ey nefn­ir einnig að hún fékk póst frá ungri konu sem spil­ar Pokémon dag­lega, þrátt fyr­ir að vera með mik­inn kvíða og fari þess vegna helst helst ekki út fyr­ir húss­ins dyr.

„Ég er búin að vera í þessu síðan þetta kom út,“ sagði í póst­in­um. „Er með ofboðsleg­an kvíða og fer helst ekki ein út úr húsi, en þessa dag­ana hef ég farið í alla vegna klukku­tíma göngu­ferð á hverj­um degi. Ég þori samt ekki að tala við fólk, en ég sé að þetta er að hjálpa mér að fara út sem er geðveikt.“

„Leik­ur­inn virðist þannig hafa ein­hverja kosti í för með sér,“ seg­ir Lauf­ey. „Og hann virðist vissu­lega fá fólk til að hreyfa sig, sem ann­ars hefði kannski ekki gert það. Gall­inn er þó kannski sá að sum­ir kunna að þurfa að fá sér nýj­an síma þar sem sá gamli ræður ekki við appið,“ seg­ir Lauf­ey að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert