Hvattir til að deila íslensku efni

Skjáskot

„Kæru not­end­ur Deildu. Mig lang­ar að biðja ykk­ur um að deila inn öllu ís­lensku efni sem þið mögu­lega getið. Allt sem þið finnið/​eigið endi­lega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pira­tes Yarr!“

Þannig hljóða skila­boð sem birt eru á áber­andi stað efst á skráa­skipt­asíðunni Deildu.net sem ís­lensk höf­unda­rétt­ar­sam­tök hafa háð ára­langa bar­áttu gegn. Sam­tök­in hafa bæði kært síðuna til lög­regl­unn­ar og farið fram á lög­bann á aðgengi net­not­enda að henni á þeim for­send­um að deilt sé í gegn­um hana ís­lensku höf­unda­rétt­ar­vörðu efni.

Skila­boðin á Deildu.net virðast hugsuð sem svar við til­raun­um höf­unda­rétt­ar­sam­tak­anna til þess að stöðva starf­semi vefsíðunn­ar. Ekki er gerður neinn grein­ar­mun­ur á því hvort efni sé höf­unda­rétt­ar­varið eða ekki held­ur nær hvatn­ing­in ein­fald­lega til alls ís­lensks efn­is. Hvergi er held­ur í regl­um síðunn­ar bann við því að deila höf­unda­rétt­ar­vörðu efni.

Hvatn­ing­in er rituð í fyrstu per­sónu ein­tölu og má ætla að hún sé rituð af stjórn­anda Deildu.net. Fyrr í dag fjallaði mbl.is um það að höf­unda­rétt­ar­sam­tök hér á landi hafi lagt fram kæru á hend­ur ein­stak­lingi sem þau telja að standi á bak við skráa­skipt­asíðuna. Kær­an er byggð á upp­lýs­ing­um sem tæknifyr­ir­tæki var fengið til þess að afla um hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka