„Ég er einfaldlega mjög ósáttur við þetta háa leiguverð og kynnti mér því hvað svona posi kostar í útlöndum. Niðurstaðan er að ég gæti fengið eins posa og pin pad, og ég er að leigja af Valitor, fyrir 60 þúsund krónur.“
Þetta segir Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf. á Akureyri, sem greiðir Valitor 90.828 krónur á ári fyrir leigu á posa. Að sögn Guðmundar er ársleigan hjá Valitor 30 þúsund krónum hærri en stofnkostnaður fyrir tækin.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann hafa haft samband við Valitor, sagst hafa áhuga á að kaupa eigin posa og nota hann en hafi ekki fengið leyfi til þess.