Tveir skjálftar í Kötluöskjunni

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tveir jarðskjálftar urðu í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli en stærð þeirra var um 3,2. Um tíu skjálftar fylgdu í kjölfarið. Málið er í skoðun hjá Veðurstofu Íslands en samkvæmt upplýsingum þaðan er skjálftavirkni í jöklinum jafnan mest í júlí.

Skjálftahrinan varði í um hálftíma og hófst upp úr klukkan hálffjögur í nótt. Henni var síðan lokið fyrir klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er erfitt að segja til um hvort um sé að ræða forsmekkinn að einhverju meira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert