Mikið vatn í Bláfjallakvísl

Bílvaðið yfir Bláfjallakvísl. Það er nú töluvert dýpra en vanalega …
Bílvaðið yfir Bláfjallakvísl. Það er nú töluvert dýpra en vanalega og aðeins fært vel búnum jeppum. Ljósmynd/ Sóla

Mikið jök­ul­vatn er nú í Bláfjalla­kvísl, sem renn­ur frá norður­hluta Mýr­dals­jök­uls. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands er áin nú ekki fær nema vel bún­um jepp­um og þarf fólk að fara var­lega. Vana­lega er áin fær jepp­ling­um og vaðandi fólki, en tals­vert meira vatn er í henni nú en venju­legt er.

Ástæðan er breytt­ur far­veg­ur vatns­ins, þar sem vatn sem vana­lega renn­ur í Innri-Emsturá renn­ur nú í Bláfjalla­kvísl, en upp­tök ánna eru mjög ná­lægt hvor öðrum.

Brenni­steinslykt við Múla­kvísl

Þá hef­ur fund­ist brenni­steinslykt við Múla­kvísl, en þetta er í þriðja sinn í sum­ar sem slík lykt finnst þar. Raf­leiðni þar er há en jarðhita­virkni und­ir jökl­in­um veld­ur lek­an­um.

Sam­kvæmt Veður­stofu Íslands er virkn­in árstíðabund­in og yf­ir­leitt meiri yfir sum­ar­tím­ann. Fylgst er með þróun mála en brenni­steinslykt gæti verið vís­bend­ing um að jök­ul­hlaup sé að hefjast, þótt ekk­ert sé hægt að segja til um það að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert