Svört skýrsla um AGS

Christine Lagarde stýrir Alþjóða gjaldeyrissjónum (IMF).
Christine Lagarde stýrir Alþjóða gjaldeyrissjónum (IMF). AFP

Stjórn­end­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins gerðust „klapp­stýr­ur“ evr­unn­ar og hunsuðu háska­merki um yf­ir­vof­andi kreppu í evru­ríkj­un­um.

Þetta kem­ur fram í innri út­tekt sjóðsins á flók­inni póli­tískri stöðu sjóðsins í skulda­vanda evruland­anna, sem birt var í gær. Þar er farið djúpt ofan í starf­semi sjóðsins í aðdrag­anda krepp­unn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að stjórn­end­urn­ir hafi gefið stjórn sjóðsins rang­ar upp­lýs­ing­ar og til dæm­is gert fjöl­mörg af­drifa­rík mis­tök hvað varðaði sér­tæk­an fjár­hags­vanda Grikk­lands.

Einnig kem­ur fram að eng­ar neyðaráætlan­ir hafi verið til staðar um hvernig ætti að bregðast við fjár­málakreppu á evru­svæðinu eða hvernig ætti að bregðast við póli­tískri spennu sem gæti mynd­ast í fjölþjóðlegu mynt­banda­lagi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert