Fagna alþjóðadegi landvarða

Dimmuborgir í Skútustaðahreppi.
Dimmuborgir í Skútustaðahreppi. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðadagur landvarða er á morgun, sunnudag, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allan frá árinu 2007.

Dagurinn er haldinn í minningu þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf, að því er kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Flestir látast eftir baráttu við veiðiþjófa, m.a. í Afríku og Asíu.

Dagurinn er einnig haldinn til að fagna mikilvægu starfi landvarða um allan heim við verndun náttúru- og menningarlegra verðmæta heimsins.

Um 20 landverðir starfa hjá Umhverfisstofnun yfir sumartímann vítt og breitt um landið og er hlutverk þeirra að hafa umsjón og eftirlit með friðlýstum svæðum.

Landverðir verja drjúgum hluta vinnutímans í fræðslu og upplýsingagjöf.

Í tilefni dagsins verða landverðir með uppákomur í friðlandinu í Vatnsfirði, í Dimmuborgum í Mývatnssveit og í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert