Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var sett í blíðviðrinu í gær með pomp og prakt. Hófst dagskráin klukkan 14:30 með setningarræðu Írisar Róbertsdóttur áður en Andrés Sigurvinsson hélt hátíðarræðu.
Kór Landakirkju og Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu svo um að skemmta fólki.
Um kvöldið var kvöldvaka í dalnum og var þjóðhátíðarlagið 2016 frumflutt. Á miðnætti var svo kveikt í brennunni á Fjósakletti.