Hreyfingin nefnist Nordfront, á íslensku Norðurvígi, og kallar sig pólitísk baráttusamtök sem aðhyllast þjóðernisfélagshyggju. Nordfront var stofnað árið 1997 í Svíþjóð af nýnasistum þar í landi og er hreyfingin einnig starfrækt í Finnlandi, Noregi og Danmörku.
Hreyfingin leitar nú að fylgismönnum hér á landi og var dreifibréfum frá hreyfingunni dreift í hús í gær, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur. RÚV hefur eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að líklegt sé að málflutningur þeirra fái hljómgrunn hér á landi, þótt ólíklegt sé að þau nái útbreiðslu.