6. forseti lýðveldisins svarinn í embætti

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru glæsileg við komina …
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru glæsileg við komina í Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur nú tekið við embætti for­seta Íslands og er sjötti for­seti lýðveld­is­ins eft­ir að hafa veitt kjör­bréfi sínu viðtöku frá for­seta Hæsta­rétt­ar, sem óskaði hon­um velfarnaðar í starfi.

Guðni  gekk að því loknu með  for­setafrúnni fram á sval­ir þing­húss­ins þar sem hann minnt­ist fóst­ur­jarðar­inn­ar með fer­földu húrra­hrópi.

Lúðrasveit Reykja­vík­ur lék „Land míns föður“ eft­ir Þór­ar­in Jóns­son meðan á hyll­ing­unni stóð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert