Fundu sprengju í Borgarnesi

Sprengjan var í nágrenni við tjaldstæði í Borgarnesi.
Sprengjan var í nágrenni við tjaldstæði í Borgarnesi. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um þrjúleytið í dag eftir að tilkynning barst um að sprengja væri í nágrenni við tjaldstæðið í Borgarnesi. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan í samtali við mbl.is.

Sprengjan fannst í gær á gömlum flugvelli á Mýrunum, þegar björgunarsveitarmenn voru að undirbúa flugeldasýningu fyrir lokakvöld móts Ungmennafélags Íslands.

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar rannsakaði sprengjuna í dag og var henni eytt um sjöleytið í kvöld. Talið er að sprengjan sé úr heimstyrjöldinni síðari. 

 Uppfært 21:45

Sprengikúlan sem fannst  rétt við vestari flugbrautarendann í Borgarnesi var bresk og af gerðinni Mortar. Sprengikúlan er tveggja tommu hásprengja, en þessar sprengjukúlur voru algengar í síðari heimsstyrjöldinni og hafa fundist víðar hér um land.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu  sprengjukúluna  óvirka með sprengjuhleðslu, en markmiði var að leysa ekki úr læðingi fulla virkni kúlunnar. Gekk aðgerðin mjög vel að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Sprengikúlan sem fannst við flugbrautarendann í Borgarnesi. Hún var tveggja …
Sprengikúlan sem fannst við flugbrautarendann í Borgarnesi. Hún var tveggja tommu hásprengja af gerðinni Mortar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert