Endurskoða þarf mál á Flúðum

Torfæruakstur var dagskrárliður á Flúðum. Kraftur var í bæði bílum …
Torfæruakstur var dagskrárliður á Flúðum. Kraftur var í bæði bílum og ökumönnum. Ljósmynd/Bergsveinn Theórdórsson

Flúðir urðu nokkuð óvænt einn vinsælasti viðkomustaðurinn nú um helgina. Talið er að 6-8 þúsund gestir hafi verið þar í tjöldum og með tilliti til fjöldans nú þarf að endurskoða skemmtanahaldið þar, til framtíðar litið, að mati yfirlögregluþjóns.

Um 15.000 manns voru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem gekk vel fyrir sig. Sama má segja um aðrar samkomur þessarar helgar, þar sem fólk elti veðrið og hélt sig gjarnan sunnanlands þar sem sólin skein.

Þétt bílaumferð var utan af landi í gærkvöld í átt til höfuðborgarsvæðisins, en allt gekk stórslysalaust fyrir sig og svo má raunar segja um helgina alla, að því er fram kemur í umfjöllun um hátíðarhöld helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka