Sjávarútvegsráðherra og formaður atvinnuveganefndar Alþingis segja ekki koma til greina að bjóða fiskveiðikvóta upp eins og Færeyingar hafa gert. Erlendir aðilar myndu kaupa stærstan hluta og færri eignast kvóta. Hafa stjórnvöld í Færeyjum undanfarið gert tilraunir með uppboð á fiskveiðikvóta sem hefur skilað Færeyingum hærri fjárhæðum en veiðigjöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV en Morgunblaðið fjallaði um uppboð aflaheimilda í Færeyjum í morgun.
Þá segir Jón við RÚV að hann hafi lagt fram tillögur sem „miða að því að hluti aflaheimilda verði á markaði af hálfu hins opinbera á hverju ári og það geti lagað stöðuna gagnvart kvótalitlum eða litlum og meðalstórum fyrirtækjum og aukið framboð á fiskmörkuðum.“
Segir sjávarútvegsráðherra þessar hugmyndir formanns atvinnuveganefndar vera áhugaverðar og þeim þurfi að velta fyrir sér.