Erlendir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í uppboði aflaheimilda í Færeyjum, ólíkt því sem vonast hafði verið til.
Þetta er meðal þess sem Tórheðin J. Jensen rekur í ítarlegri grein á vefmiðlinum VP.fo, en um hana er fjallað í Morgunblaðinu í dag.
„Þetta ber boð um það, sem áður hefur verið sagt, að í uppboðinu felast aðeins opnar dyr, ein hraðbraut, fyrir erlenda fjárfesta inn í sjávarútveginn.“