Á morgun verða 60 ár liðin frá því Sigurður Waage kleif Hraundranga í Öxnadal, ásamt Finni Eyjólfssyni og hinum bandaríska Nicolas Clinch, en tindurinn hafði aldrei verið klifinn fram að því.
Sigurður verður 89 ára á árinu og í dag lét hann flúra Hraundranga á framhandlegg sinn í tilefni klifurafmælisins. Fjölnir Geir Bragason, húðflúrmeistari, heimsótti Sigurð á Hrafnistu, þar sem hann býr, og sá um verkið.
Mbl.is kíkti á staðinn og fylgdist með Sigurði og Fjölni.
Ítarlegt viðtal verður við Sigurð Waage í Morgunblaðinu sem kemur út á morgun, föstudag.