Synti 11 km leið frá Eyjum

Jón Kristinn Þórsson sést hér leggjast til sunds í Eyjum …
Jón Kristinn Þórsson sést hér leggjast til sunds í Eyjum í gærkvöldi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Jón Krist­inn Þórs­son, 44 ára lög­reglumaður úr Reykja­vík, lagðist til sunds á Eiðinu í Vest­manna­eyj­um klukk­an 23 í gær­kvöldi og tók stefn­una á Land­eyjasand. Bein loftlína er um 11 kíló­metr­ar og kom Jón Krist­inn að landi klukk­an 6:23 í morg­un. Fjallað er um sund Jóns Krist­ins á vef Eyja­f­rétta.
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um kom Jón Krist­inn mun vest­ar að landi í Land­eyj­um en til stóð vegna mik­illa strauma á leiðinni.  Jón Krist­inn áætlaði að sundið tæki fjór­ar klukku­stund­ir en straum­ur í Álnum var erfiðari en gert var ráð fyr­ir. 
 
Það var ná­kvæm­lega klukk­an 23:02 sem Jón Krist­inn lagðist til sunds á Eiðinu. Sjáv­ar­hiti í Álnum milli lands og Eyja er rétt tæp­ar tólf gráður og er hann hæst­ur á þess­um tíma sól­ar­hrings­ins sem er ein­mitt ástæðan fyr­ir því að Jón Krist­inn valdi þenn­an tíma, seg­ir í frétt Eyja­f­rétta.
Jón Kristinn var smurður hátt og lágt með þykkri feiti, …
Jón Krist­inn var smurður hátt og lágt með þykkri feiti, var í sund­skýlu og með hettu en var að öðru leyti óvar­inn. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
 
Jón Krist­inn hef­ur stundað sjó­sund lengi og synti Drang­eyj­ar­sund sum­arið 2014. „Strax eft­ir það ákvað ég að reyna við Land­eyja­sund,“ sagði Jón Krist­inn við blaðamann Eyja­f­rétta þar sem hann var að gera sig klár­an fyr­ir sundið.
 
Hann var smurður hátt og lágt með þykkri feiti, var í sund­skýlu og með hettu en var að öðru leyti óvar­inn. Hon­um fylgdu tveir bát­ar með þrautreynd­um lög­reglu­mönn­um þannig að alls ör­ygg­is er gætt. Þetta er engu að síður mik­il þrekraun en þetta hef­ur verið gert áður. Eyj­ólf­ur Jóns­son synti Land­eyja­sund árið 1959 og Axel Kvar­an 1961.
Jón Kristinn Þórsson.
Jón Krist­inn Þórs­son. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert