Gleðin allsráðandi í göngunni

Mikið líf var í bænum í dag í kringum Gleðigönguna.
Mikið líf var í bænum í dag í kringum Gleðigönguna. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Það var mik­il gleði í miðborg­inni í dag þar sem Gleðigang­an, hápunkt­ur Hinseg­in daga í Reykja­vík, var far­in.

Regn­boga­lit­irn­ir voru alls­ráðandi; regn­boga­fán­ar, regn­boga­hár­koll­ur, regn­boga­háls­bönd, regn­bogaregn­hlíf­ar, regn­boga­pils, regn­bogagler­augu og raun­ar allt sem hægt var að bera með regn­boga­lit­un­um mátti sjá hjá þúsund­um fólks, hinseg­in og ekki hinseg­in.

Vagn­ar gleðigöng­unn­ar renndu svo löt­ur­hægt frá Vatns­mýr­ar­vegi, meðfram tjörn­inni og niður að Arn­ar­hóli, þar sem kynn­ar hátíðar­inn­ar, sem þar fór fram, Siggi Gunn­ars og Úlf­hild­ur Ey­steins­dótt­ir, kynntu vagn­ana.

Meðal þeirra sem höfðu vagn í göng­unni voru skát­arn­ir, Æsku­lýðssam­band þjóðkirkj­unn­ar, hinseg­in bar­inn Kiki, Roller Der­by Ísland, Hinseg­in kór­inn og fleiri. Páll Óskar Hjálm­týs­son rak síðan lest­ina, dans­andi og syngj­andi á risa­vöxn­um ein­hyrn­ingi, sem vakti mikla at­hygli, enda glæsi­leg­ur.

Páll Óskar og dansarar á einhyrningnum sem þeir óku.
Páll Óskar og dans­ar­ar á ein­hyrn­ingn­um sem þeir óku. mbl.is/​Freyja Gylfa­dótt­ir

Mik­il gleði var bæði meðal þeirra sem gengu og dönsuðu á vögn­um og þeirra sem fylgd­ust með. Ljóm­andi sum­ar­veður var í miðborg­inni og lét sú gula sjá sig á köfl­um. Mbl.is ræddi við nokkra á staðnum, sem all­ir voru sam­mála um þá skemmt­un sem felst í Gleðigöng­unni.

„Þetta er nýi 17. júní“

„17. júní er bara dá­inn, þetta er er nýi 17. júní“,  seg­ir Sunna Björk Þor­steins­dótt­ir, sem fylgd­ist með ásamt son­um sín­um, Degi Mána og Hauki.

„Mér finnst æðis­legt að sjá vagn­ana og fólkið og lit­ina. Svo er æðis­legt að sjá bara hvað það eru marg­ir, samstaðan.“

Segja þau, líkt og all­ir viðmæl­end­ur mbl.is í dag, að alltaf sé jafn­skemmti­legt að mæta í göng­una. „Það er alltaf gleði, vænt­umþykja og hlýja. Þetta er allt önn­ur mynd af heim­in­um en maður er van­ur að sjá dags­dag­lega.“

Sunna Björk, Dagur Máni og Haukur.
Sunna Björk, Dag­ur Máni og Hauk­ur. mbl.is/​Víf­ill

Bergþóra Sveins­dótt­ir og Hjör­dís Björns­dótt­ir voru í óða önn að und­ir­búa bíl skát­anna þegar blaðamann bar að garði, en skát­arn­ir tóku þátt í Gleðigöng­unni í þriðja sinn í ár.

„Við erum hér til að sýna að skát­arn­ir eru stærsta æsku­lýðshreyf­ing í heim­in­um og að við erum opin fyr­ir alls kon­ar fólki, all­ir eru vel­komn­ir og all­ir geta verið eins og þeir vilja vera“, seg­ir Bergþóra.

Þær vilji sýna hinseg­in sam­fé­lag­inu stuðning og virðingu og „sýna öðrum skáta­banda­lög­um í heim­in­um að ís­lenska skáta­hreyf­ing­in er opin fyr­ir alls kon­ar fólki.“

„Þetta er mjög mik­il stemmn­ing. Alltaf jafn­gam­an á hverju ári.“

Bergþóra Sveinsdóttir og Hjördís Björnsdóttir.
Bergþóra Sveins­dótt­ir og Hjör­dís Björns­dótt­ir. mbl.is/​Víf­ill

„Þetta er alltaf jafn­gam­an og núna er veðrið með okk­ur,“ seg­ir Gísli Ólafs­son sem fylgd­ist með göng­unni ásamt Helgu Guðmunds­dótt­ur.

„Hún er mik­il­væg til að sýna fólki fram á hvað sé til í ver­öld­inni. Við erum ekk­ert öll eins,“ seg­ir Helga um göng­una og Gísli bæt­ir við að hún gefi hinseg­in fólk­inu „séns á að fíla sig.“

Helga Guðmundsdóttir og Gísli Ólafsson.
Helga Guðmunds­dótt­ir og Gísli Ólafs­son. mbl.is/​Víf­ill
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert