Hreiðar Már kærir héraðssaksóknara

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Ómar Óskarsson

Fyrr á þessu ári lagði Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka, fram kæru á hend­ur embætti sér­staks sak­sókn­ara til rík­is­sak­sókn­ara. Óskað var eft­ir rann­sókn á að gögn sem lutu að sak­ar­efni í Chesterfield-mál­inu, sem einnig er þekkt sem CLN-málið, hafi ekki ratað í gögn máls­ins. Þetta staðfest­ir Hörður Fel­ix Harðar­son, lögmaður Hreiðars, í sam­tali við mbl.is, en sagt var frá mál­inu í kvöld­frétt­um RÚV. 

Frétt mbl.is: Fá aðgang að tölvu­póst­um

Frétt mbl.is: Grund­vall­ar­atriði ekki gef­inn gaum­ur

Aðalmeðferð í Chesterfield-mál­inu fór fram í des­em­ber á síðasta ári. Í mál­inu voru ákærðir ásamt Hreiðari þeir Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður bank­ans, og Magnús Guðmunds­son sem stjórnaði Kaupþingi í Lúx­em­borg. Í héraðsdómi voru þrímenn­ing­arn­ir sýknaðir af öll­um ákær­um, en héraðssak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu í byrj­un þessa árs til Hæsta­rétt­ar.

Í dómi héraðsdóms kem­ur fram að ákær­an í mál­inu hafi byggst á að lán hafi verið veitt án trygg­inga. „Ekki er að sjá að þessu mik­il­væga atriði hafi verið gef­inn sér­stak­ur gaum­ur í rann­sókn máls­ins,“ seg­ir í dómsniður­stöðu máls­ins sem var nokkuð af­ger­andi ákærðu í vil.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari.

Gögn­in skiptu miklu máli upp á sýknu

Hörður seg­ir við mbl.is að kær­an hafi verið lögð fram í vor og enn hafi eng­in viðbrögð borist frá rík­is­sak­sókn­ara. Seg­ir hann að mál­inu hafi verið fylgt eft­ir með frek­ari gögn­um þegar héraðssak­sókn­ari kærði málið til Hæsta­rétt­ar fyrr á ár­inu. Þá hafi komið í ljós að ákæru­valdið hafi haldið eft­ir frek­ari gögn­um sem svo hafi þótt merki­leg þegar kom að áfrýj­un­inni.

Hörður seg­ir að í grunn­inn gangi málið út á að í mál­inu og öðrum mál­um sér­staks sak­sókn­ara og síðar héraðssak­sókn­ara í svo­kölluðum hrun­mál­um hafi ákærðu ekki fengið aðgang að öll­um gögn­um nema þeim sem embættið taldi sjálft mik­il­vægt og lagði fram. Seg­ir hann að í Chesterfield-mál­inu hafi ákærðu svo fengið tak­markaðan aðgang að tölvu­póst­um tveggja viðskipta­stjóra bank­ans eft­ir úr­sk­urð héraðsdóms.

Þessi gögn seg­ir Hörður að hafi svo skipt miklu máli og sýkna héraðsdóms meðal ann­ars byggst á þeim. „Þetta vek­ur spurn­ing­ar um hvernig staðan er í hinum mál­un­um sem við feng­um eng­an aðgang að gögn­um í,“ seg­ir Hörður.

Teng­ist kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins

Hreiðar Már hef­ur verið ákærður fjór­um sinn­um af embætti sér­staks sak­sókn­ara (héraðssak­sókn­ara). Í þrjú skipti var hann fund­inn sek­ur, en það voru Al-thani málið, Marple-málið og markaðsmis­notk­un­ar­mál Kaupþings. Eins og fyrr seg­ir var hann sýknaður í Chesterfield-mál­inu.

Eft­ir Al-thani málið sendi Hreiðar Már ásamt öðrum ákærðu málið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem ákvað að senda fyr­ir­spurn til rík­is­ins vegna þess. Beðið er eft­ir því hvort dóm­stóll­inn taki málið form­lega fyr­ir. Seg­ir Hörður að þessi skort­ur á aðgengi að gögn­um sé eitt þeirra atriða sem kært hafi verið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins.

Seg­ir Hörður þessa aðferð sak­sókn­ara í engu sam­ræmi við mann­rétt­indi og rétt sak­born­inga. „Þess vegna hef ég verið óþreyt­andi á að hamra á þessu, bæði skrif­lega og munn­lega, en með mjög tak­mörkuðum ár­angri hingað til,“ seg­ir hann.

Hörður Felix og Hreiðar Már í réttarsalnum.
Hörður Fel­ix og Hreiðar Már í rétt­ar­saln­um. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Grund­vall­ar­atriði í saka­mála­rétti al­mennt

Bend­ir Hörður á að sak­sókn­ar­ar séu bundn­ir af hlut­lægn­is­skyldu og að setja öll gögn inn í mál sem geti haft áhrif á niður­stöðu þess, hvort sem það komi ákærða vel eða illa. Seg­ir hann þetta al­gjört grund­vall­ar­atriði í rekstri þess­ara mála og saka­mála­rétti al­mennt.

Hörður seg­ir illskilj­an­legt hvernig sak­sókn­ari hafi getað misst af þess­um tölvu­póst­um sem komu að lok­um inn í málið og bend­ir á að það hafi aðeins tekið verj­end­ur í mál­inu nokkr­ar klukku­stund­ir að finna þau þegar þeir fengu gögn­in í hend­ur. Sak­sókn­ari hafi aft­ur á móti haft málið til skoðunar í nokk­ur ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert