Skjálfti upp á 3,7 stig

Af vef Veðurstofu Íslands

Laust eftir miðnætti eða klukkan 00:35 í nótt varð jarðskjálfti af stærð 3,7 um 8 km NNV af Gjögurtá.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar frá Ólafsfirði og úr Svarfaðardal um að hann hefði fundist þar. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Skjálftar af þessari stærðargráðu urðu síðast á svipuðum slóðum í mars og október 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert