Rúmlega 1,1 milljarður fyrir 536 nefndir

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Allir ráðherrar hafa nú svarað fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um fjölda nefnda, starfshópa og verkefnastjórna sem ráðherrar skipa og kostnað tengdan þeim. 

Sjá frétt mbl.is: Lagði fram fyrirspurn á alla ráðherra

Hvert og eitt ráðuneyti svaraði fyrirspurninni sjálfstætt og á föstudaginn barst síðasta svarið frá umhverfis- og auðlindaráðherra. Í heildina hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar skipað 536 nefndir á kjörtímabilinu. Samkvæmt frétt RÚV er helmingur þeirra lögbundinn og helmingur skipaður að frumkvæði ráðherra. Alls hafa verið skipaðir tæplega þrjú þúsund nefndarmenn og nemur kostnaðurinn vegna nefndanna rúmum 1,1 milljarði króna.

Í frétt RÚV segir einnig að af nefndunum 536 hafi tæplega fjórðungur lokið störfum sínum. Mesti kostnaðurinn við nefndir er hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem kostnaðurinn var 437 milljónir króna en fjöldi nefnda þar var 63. Flestar nefndir skipaði mennta- og menningarmálaráðherra eða 150. 

Hér má sjá töflur með öllum nefndum ráðuneytanna, sundurliðuðum með kostnaði við hverja nefnd.

Fjármála- og efnahagsráðherra

Félags- og húsnæðismálaráðherra

Umhverfis- og auðlindaráðherra

Innanríkisráðherra

Forsætisráðherra

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Utanríkisráðherra

Mennta- og menningarmálaráðherra

Heilbrigðisráðherra

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert