Afnám tolla á ostum kemur til greina

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. mbl.is/Eggert

Til greina kemur að breyta búvörusamningum á þann veg að tollar á ostum verði lækkaðir eða afnumdir. Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í dag þar sem ræddar voru breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga.

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.  

Búvörusamningar, sem voru samþykktir af bændum í lok mars, eru háðir því að þingið samþykki samningana og þær lagabreytingarnar sem þeir byggja á ef þeir eiga að taka gildi.

Frétt mbl.is: Vill víðtækari sátt um búvörulög

Í búvörusamningum hefur verið gagnrýnt ákvæði í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Þar er kveðið á um hækkun tolla á innfluttum ostum, þar á meðal geitaosti.

Í samtali við Stöð 2 sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, að til greina kæmi að þetta ákvæði yrði fellt úr gildi. Nefndin mundi fara betur yfir málið næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert